Fara í aðalefni

Kjaramál

Skrif­að und­ir kjara­samn­inga við tutt­ugu stétt­ar­fé­lög

4. júlí 2024

Þann 3. júlí 2024 undirritaði Samninganefnd sveitarfélaga (SNS) kjarasamninga við tuttugu stéttarfélög, annars vegar innan Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og hins vegar við þrjú stéttarfélög innan ASÍ. Hefur Samninganefndin þar með lokið samningum við ríflega helming viðsemjenda sinna eða 33 félög af þeim 58 sem SNS hefur umboð fyrir.

Samninganefndin vill þakka bæjarstjórum sérstaklega fyrir að greiða fyrir því að samningur náðist við SGS með undirritun viljayfirlýsingar vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða. Yfirlýsingin náði til þeirra sveitarfélaga sem ekki höfðu þegar tekið ákvörðun um að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir.

Starfsgreinasamband Íslands

Þann 3. júlí 2024 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands, nýjan kjarasamning við 17 aðildarfélög þess, sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Þau félög innan Starfsgreinasambandsins sem samningur nær til eru:

  • Aldan stéttarfélag,
  • Báran stéttarfélag,
  • Drífandi stéttarfélag,
  • Eining-Iðja,
  • Framsýn stéttarfélag,
  • Stéttarfélag Vesturlands,
  • Stéttarfélagið Samstaða,
  • Verkalýðsfélag Akraness,
  • Verkalýðsfélag Grindavíkur,
  • Verkalýðsfélagið Hlíf vegna Garðabæjar,
  • Verkalýðsfélag Snæfellinga,
  • Verkalýðsfélag Suðurlands,
  • Verkalýðsfélag Vestfirðinga,
  • Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur,
  • Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur,
  • Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og
  • Verkalýðsfélag Þórshafnar.

Niðurstaða í atkvæðagreiðslum félaganna um kjarasamninginn liggur fyrir 15. júlí næstkomandi.

Tvö stéttarfélög drógu umboð sitt til Starfsgreinasambandsins til baka þ.e. Verkalýðsfélagið Hlíf vegna Hafnarfjarðarbæjar og Afl starfsgreinafélag. Ósamið er því enn við þessi stéttarfélög og halda kjaraviðræður við þau áfram undir verkstjórn ríkissáttasemjara.

Matvís, Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna

Þann 3. júlí 2024 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Matvís, Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna, nýjan kjarasamning, sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Niðurstaða í atkvæðagreiðslum félaganna um kjarasamninginn liggur fyrir 15. júlí næstkomandi.