Kjaramál
Yfirlýsing frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga
29. október 2024
Verkföll félagsmanna aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust í dag í níu skólum víðsvegar um landið.
Samninganefnd sveitarfélaga virðir verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem lagt hafa niður störf, en lýsir yfir vonbrigðum með aðgerðir Kennarasambands Íslands, Félags leikskólakennara og Félags grunnskólakennara við leikskólann Ársali á Sauðárkróki í morgun.
Lagatúlkun Sambandsins er að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi uppi starfi leikskóla meðan skipulag starfseminnar er þannig að ekki er gengið í störf þeirra starfsmanna sem eru í verkfalli. Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna.
Samninganefnd Sambandsins ítrekar samningsvilja sinn og vonast eftir uppbyggjandi og gagnlegum samtölum við stéttarfélögin um lausn kjaradeilunnar.