Fara í aðalefni

Sameining

Sam­ein­ing Skaga­byggð­ar og Húna­byggð­ar sam­þykkt

24. júní 2024

Íbúar Skagabyggðar og Húnabyggðar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja í íbúakosningu sem fram fór 21. júní sl.

Á vefsíðu Húnabyggðar kemur fram að niðurstaða kosninganna hafi verið eftirfarandi

Í Skagabyggð var kjörsókn 92,5 prósent.
Alls greiddu 62 atkvæði en  67 voru á kjörskrá.
Já við sameiningu sögðu 47
Nei við sameiningu sögðu 15
Auðir og ógildir seðlar voru 0

Í Húnabyggð var kjörsókn 37,1 prósent.
Alls greiddu 355 atkvæði en 955 voru á kjörskrá.
Já við sameiningu sögðu 317
Nei við sameiningu sögðu 3
Auðir og ógildir seðlar voru 2 

Sveitarfélögunum á Íslandi mun því fækka úr 63 í 62 þegar kosið verður til nýrrar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags.