Fara í aðalefni

Stjórnsýsla

Mat á hæfi kjör­inna full­trúa sveit­ar­stjórna

Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga.

Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjónarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt.