Fjármál
Könnun á kjörum sveitarstjórnarfólks
18. september 2024
Skýrsla þróunarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um kaup og kjör sveitarstjórnarfólks er komin út. Í skýrslunni er að finna launakjör kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og þeirra sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaga, auk launakjara framkvæmdastjóra sveitarfélaga sem jafnan eru nefndir sveitarstjórar eða bæjarstjórar.
Skýrslan hefur verið gefin út með tveggja ára millibili frá árinu 2002.
Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga sem nýtast sveitarstjórnum við ákvörðun á greiðslum til framkvæmdastjóra sveitarfélaga, kjörinna fulltrúa og einstaklinga sem starfa í nefndum á vegum sveitarfélaganna.
Alls bárust svör frá 44 sveitarfélögum af 63 og er svarhlutfall því um 70%. Um er að ræða launagreiðslur á árinu 2023.