Fara í aðalefni

Kjaramál

Yf­ir­lýs­ing frá stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vegna kjara­deilu við KÍ

6. nóvember 2024

Í ljósi umræðu í fjölmiðlum um samningsumboð Samninganefndar sveitarfélaga vill stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga koma eftirfarandi á framfæri:

Samninganefnd Sambandsins fer með samningsumboðið fyrir hönd stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga í yfirstandandi kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands og aðra viðsemjendur er tengjast þeim kjarasamningum sem félagið á aðild að. Umboðið er alveg skýrt og afdráttarlaust og lýsir stjórn Sambandsins yfir fullu trausti til samninganefndarinnar.

Stjórn Sambandsins harmar þá stöðu sem er komin upp og áhrif verkfalla á börn og foreldra um allt land. Stjórnin ítrekar samningsvilja Sambandsins og vonast eftir að aðilar nái saman um lausn kjaradeilunnar.