Fara í aðalefni

Sambandið

Fund­aði með sendi­nefnd frá Chengdu í Kína

5. september 2024

Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, fundaði ásamt starfsfólki Sambandsins með sendinefnd frá Chengdu í Kína í dag.

Chen Zhiyong, aðstoðarborgarstjóri Chengdu, og Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir fundinn.
Chen Zhiyong, aðstoðarborgarstjóri Chengdu, og Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga eftir fundinn.

Fundurinn er hluti af þriggja daga heimsókn sendinefndarinnar til Íslands, en hún hefur ferðast víða um land og meðal annars kynnt sér æðadúnsræktun á Snæfellsnesi og móttöku ferðamanna frá Kína.

Chen Zhiyong, aðstoðarborgarstjóri Chengdu, leiddi kínversku sendinefndina sem fékk kynningu á íslenskum sveitarfélögum og hlutverki þeirra í stjórnsýslu landsins. Í kjölfar kynningarinnar ræddu aðilar saman um tækifæri og áskoranir á sveitastjórnarstiginu.

Chengdu er fjórða stærsta borg Kína með tæplega 21 milljón íbúa, og er mikilvæg miðstöð viðskipta, fjármála, menningar og iðnaðar í vesturhluta landsins.