Fjármálaráðstefna
Fjármálaráðstefna 2024 í beinni útsendingu
10. október 2024
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer nú fram á Hilton Reykjavík Nordica. Bekkurinn er þétt setinn, en ráðstefnan er vel sótt af sveitarstjórnarfólki víðs vegar af að landinu. Alls sitja ráðstefnuna hátt í 500 þátttakendur.
Innskráning á ráðstefnuna gekk vel en nýtt kerfi var tekið upp þar sem þátttakendur skönnuðu QR kóða sem þeir fengu við skráningu.
Ráðstefnan er að venju í beinni útsendingu bæði á fimmtudag og föstudag og verður hægt að nálgast útsendingu á vefsíðu ráðstefnunnar.