Fjölmenning
Samband íslenskra sveitarfélaga sinnir hagsmunagæslu fyrir sveitarfélög gagnvart Alþingi, ráðuneytum og ríkisstofnunum sem fara með málefni innflytjenda og flóttafólks. Það vinnur að sameiginlegum framfaramálum sveitarfélaga í málefnum innflytjenda og flóttafólks, fylgist með þróun þessara mála hjá sveitarfélögum utan Íslands og miðlar upplýsingum til íslenskra sveitarfélaga. Sambandið stendur fyrir samráðsfundum sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga um málefni innflytjenda og flóttafólks.