Defend Iceland er villuveiðigátt (e. bug bounty platform) þar sem fremstu netöryggissérfræðingar landsins koma saman til að finna öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana. Með því að finna veikleikana getum við lagað þá og komið í veg fyrir að hægt sé að nýta þá til net- og tölvuárása. Þannig búum við til jákvæða öryggismenningu og sköpum öruggara stafrænt samfélag. Sambandið hefur skrifað undir samning við Defend Iceland sem tryggir sveitarfélögum hagstæð kjör. Samningurinn er hluti af netöryggisverkefni Sambandsins sem miðar að því að auka vitund, þekkingu og getu sveitarfélaga til að takast á við sívaxandi ógn við net- og upplýsingaöryggi. Farið verður nánar yfir samninginn á fundinum. Einnig verður fjallað um opinberun á veikleikum (responsible vulnerability disclosure) sem viðkemur sveitarfélögum.
