Stafræn vegferð

Synd­is samn­ing­ur - kynn­ing­ar­fund­ur

Syndis í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga verður með kynningarfund á innihald samningsins sem var undirritaður í byrjun mars. Samningurinn er hluti af netöryggisverkefni Sambandsins sem miðar að því að auka vitund, þekkingu og getu sveitarfélaga til að takast á við sívaxandi ógn við net- og upplýsingaöryggi. Auk þess er ætlunin með þessu verkefni að efla þekkingarstig og forvarnir sveitarfélaganna. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og kynna sér samninginn.

25. mars 2025

Kl. 11:00

Upptaka af fundinum