Fara í aðalefni
Sambandið

Sér­fræð­ing­ur í gagna­grein­ingu

Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi í gögnum og gagnagreiningu til starfa á þróunarsvið Sambandsins. Þróunarsvið ber m.a. ábyrgð á að safna, setja fram og miðla gögnum og upplýsingum sem nýtast sveitarfélögum við stefnumótun og áætlanagerð og að skapa sem mest virði úr gögnum til hagsbóta fyrir sveitafélögin og aðra hagaðila.

Helstu verkefni sérfræðings í gagnagreiningu er að hagnýta og halda utan um gögn í gagnagrunni þróunarsviðs, vinna að stöðlun þeirra og tryggja upplýsingagjöf til sveitarfélaga og annarra hagaðila. Auk þess að vinna að verkefnum tengdum stafrænni þróun innan Sambandsins og sveitarfélögunum. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á gögnum, gagnasettum og framsetningu.

Sótt er um starfið í gegnum alfred.is.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna, ETL, stoðgögnum, gagnaskilum og gagnaprófunum.
  • Þróun á ferlum sem tryggja rétta uppbyggingu gagna og virkni, auk þess að bæta flæði og framsetningu gagna.
  • Hönnun og þróun í gagnatólum sem stuðla að betri úrvinnslu og nýtingu gagna.
  • Útfærsla, þróun og viðhald á gagnalíkönum.
  • Uppsetning, söfnun og úrvinnsla á könnunum.
  • Samskipti og samstarf við önnur teymi innan Sambandsins og sveitarfélög við að skilgreina gagnakröfur og tækifæri í hagnýtingu gagna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í gagnavísindum, verkfræði, tölfræði, stærðfræði eða tengdum greinum.
  • Reynsla af gagnaúrvinnslu, þróun gagnalausna og viðhaldi á vöruhúsi gagna.
  • Þekking á greiningatólum á borð við Power BI
  • Gott auga fyrir notendavænni og listrænni framsetningu er kostur
  • Góð samskiptafærni og hæfni til að miðla þekkingu
  • Lausna- og umbótamiðuð hugsun, frumkvæði og drifkraftur.

Fríðindi í starfi

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá Sambandinu:

  • Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður.
  • Þátttaka í teymi sérfræðinga sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga.
  • Boðið er upp á opið vinnuumhverfi.
  • Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólki fær gott svigrúm til starfsþróunar.
  • Sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
  • Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður Sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Sveinsdóttir, sviðstjóri þróunarsviðs, thordis@samband.is eða í síma 515-4900, eða Drífa Sigurðardóttir, mannauðsstjóri, drifa.att@samband.is.

Sótt er um starfið í gegnum alfred.is.