Fara í aðalefni
Kjaramál

Skrif­að und­ir kjara­samn­ing við Visku

Þann 10. október 2024 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Visku, nýjan heildarkjarasamning sem gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Viska er nýtt stéttarfélag innan BHM sem varð til við sameiningu þriggja stéttarfélaga, Fræðagarðs, Félag íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasti viðsemjandi samninganefndar Sambandsins innan BHM. Verði kjarasamningur samþykktur mun hann gilda frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samninganefnd sambandsins vill koma á framfæri þökkum til samninganefndar Visku fyrir fagleg og lausnamiðuð vinnubrögð við kjarasamningagerðina. Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninga. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samningana mun liggja fyrir þann 18. október n.k

Kjarasamningar við Visku voru undirritaðir þann 10. okt.
Kjarasamningar við Visku voru undirritaðir þann 10. okt.