Fastanefndir
Fastanefndir
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skipar, skv. 14. gr. samþykkta Sambandsins, fastanefndir sem fjalla um einstök mál eða málaflokka. Fastanefndirnar eru ráðgefandi fyrir stjórn og starfsfólk Sambandsins. Einnig getur stjórnin skipað starfshópa til þess að fjalla um ákveðin málefni. Í samræmi við samþykktir Sambandsins fellur umboð slíkra nefnda niður við stjórnarskipti, nema annað sé ákveðið í skipunarbréfi þeirra.