Rekstur sveitarfélaga
Ársreikningar
Forsendur fyrir samræmdum og sértækum reglum er varða sveitarfélögin eru margþættar. Mikilvægt er að bókhald sveitarfélaga sé samræmt þannig að hægt sé að bera saman niðurstöður rekstrarreiknings, efnahag og sjóðstreymi milli ára hjá sama sveitarfélagi og milli einstakra sveitarfélaga. Á grundvelli samræmdra reikningsskilareglna er einnig hægt að draga saman niðurstöður fyrir öll sveitarfélög á landinu og bera þær saman milli ára. Að lokum er slík samræming mikils virði þegar fjallað er um fjármál sveitarfélaga í samskiptum þeirra við ríkisvaldið.