Fara í aðalefni

stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga - 960

13.12.2024

á Berjaya Reykjavik Marina Hotel

Hófst kl. 12:00

Fundinn sátu

Heiða Björg Hilmisdóttir formaður
Einar Brandsson aðalmaður
Einar Þorsteinsson aðalmaður
Freyr Antonsson aðalmaður
Guðmundur Ari Sigurjónsson aðalmaður
Hildur Björnsdóttir aðalmaður
Helgi Kjartansson varamaður
Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
Walter Fannar Kristjánsson aðalmaður
Sunna Hlín Jóhannesdóttir varamaður
Arnar Þór Sævarsson
Inga Rún Ólafsdóttir
Valgerður Rún Benediktsdóttir
Grétar Sveinn Theodórsson
Helga María Pálsdóttir
Þórdís Sveinsdóttir
Valur Rafn Halldórsson sem ritaði fundargerð

Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri þjónustusviðs

Jón Björn Hákonarson boðaði forföll, varamaður hans Sunna Hlín Jóhannesdóttir mætti í hans stað. Margrét Ólöf A. Sanders boðaði forföll, varamaður hennar Helgi Kjartansson mætti í hennar stað.

Guðmundur Ari Sigurjónsson tilkynnti að hann væri að sitja sinn seinasta fund þar sem hann er að taka sæti á Alþingi og hætta sem bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Þakkaði hann fyrir farsælt og ánægjulegt samstarf seinustu árin. Annað stjórnarfólk þakkaði Guðmundi Ara kærlega fyrir samstarfið. Í lok fundar óskaði formaður stjórnarfólki og starfsfólki gleðilegrar hátíðar.

Dagskrá

1. 2309033SA - Fundargerðir 955., 956., 957., 958. og 959. fundar

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 955., 956, 957., 958. og 959. fundar stjórnar Sambandsins frá 15., 20., 22. og 24. og 29. nóvember 2024, sem undirritaðar hafa verið með rafrænum hætti.

2. 2210013SA - Verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum

Lögð fram fundargerð 100. fundar verkefnisstjórnar fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum frá 4. nóvember 2024.

3. 2009664SA - Stafrænt ráð sveitarfélaga

Lögð fram fundargerð 32. fundar stafræns ráðs sveitarfélaga frá 20. nóvember 2024.

4. 2210009SA - Fræðslumálanefnd Sambandsins

Lagðar fram fundargerðir 156. og 157. fundar fræðslumálanefndar Sambandsins frá 12. september og 30. október 2024.

5. 2210010SA - Kjaramálanefnd Sambandsins

Lögð fram sem trúnaðarskjal fundargerð 47. fundar kjaramálanefndar Sambandsins frá 19. nóvember 2024.

6. 2401027SA - Afmæli Sambandsins

Rætt um afmæli Sambandsins á næsta ári.

Samþykkt að tilnefna Heiðu, Halldór Halldórsson og Aldísi Hafsteinsdóttur í stýrihóp um 80 ára afmæli Sambandsins.

7. 2406015SA - Staða kjaramála

Formaður samninganefndar sveitarfélaga gerði grein fyrir stöðu kjaramála í desember 2024. Fram kom í máli hennar að samtalið við KÍ hafi gengið vel seinustu vikur og að góður gangur sé í viðræðunum.

Stjórn fagnar því að samtal við KÍ hafi gengið vel undanfarið og að góður gangur sé í viðræðunum. Mikilvægt að er að nýta vel þann tíma sem er framundan til að ná sátt.

8. 2406015SA - Kjarasamningar

Lögð fram samkomulög milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Verkalýðsfélagsins Hlífar, Samiðnar vegna Strætó, Félagsráðgjafafélags Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Þroskaþjálfafélags Íslands, Iðjuþjálfafélags Íslands og Sálfræðingafélags Íslands, dags. 21. og 26., 28. og 29. nóvember og 4. desember 2024, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfestir samhljóða fyrirliggjandi kjarasamninga við Verkalýðsfélagið Hlíf, Samiðn vegna Strætó, Félagsráðgjafafélag Íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Þroskaþjálfafélags Íslands, Iðjuþjálfafélags Íslands og Sálfræðingafélags Íslands.

9. 2411024SA - Fjárhagsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2025, ásamt greinargerð. Sviðsstjóri þjónustusviðs Sambandsins gerði grein fyrir áætluninni.

Stjórn Sambandsins samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2025. Breytingar á fjárhagsáætlun yfir árið verða lagðar fyrir stjórn.


10. 2412009SA - Tillaga að fulltrúum í mennta- og velferðarnefnd Sambandsins og erindisbréf

Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Samband íslenskra sveitarfélaga farið í allsherjar endurskoðun og endurskipulagningu á innra starfi og starfsemi með það að augnamiði að skerpa framtíðarsýn, frumkvæði, hagsmunagæslu og samstarf innan sveitarstjórnarstigsins. Þann 1. desember 2023 tók gildi nýtt skipurit og nú 1. Janúar 2025 tekur til gildi nýtt skipulag fastanefnda Sambandsins. Fastanefnd er fagnefnd Sambandsins í þeim málefnum sem undir nefndina falla og vísar til stjórnar þeim álitamálum sem skera þarf úr um.

Megintilgangur breytinga fastanefnda er að efla samráð við kjörna fulltrúa og sérfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögum. Fastanefndir starfi í samræmi við teymi sambandsins og að þannig verði tryggt að allir málaflokkar fái góða umfjöllun. Til að styrkja samráð er stjórnarmaður formaður í hverri nefnd og teymisstjóri starfsmaður nefndarinnar.

Breytingarnar hafa það í för með sér að eldri nefndir eru lagðar niður og skipað í nýjar frá og með 1. janúar 2025. Stjórn Sambandsins vill við það tækifæri þakka fráfarandi fulltrúum í nefndunum kærlega fyrir sín störf fyrir Sambandið og þeirra verðmæta framlag til sveitarstjórnarstigsins.
Lögð fram tillaga að fulltrúum í menntunar- og velferðarnefnd Sambandsins 2025-2026, dags. 13. desember 2024, ásamt drögum að erindisbréfi nefndarinnar.

Stjórn samþykkir erindisbréf nefndarinnar. Jafnframt samþykktir stjórn tillögu að fulltrúum í nefndina og felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við viðkomandi einstaklingar um setu í nefndinni.

11. 2412010SA - Tillaga að fulltrúum í umhverfis- og innviðanefnd Sambandsins og erindisbréf

Lögð fram tillaga að fulltrúum í umhverfis- og innviðanefnd Sambandsins 2025-2026, dags. 13. desember 2024, ásamt drögum að erindisbréfi nefndarinnar.

Stjórn samþykkir erindisbréf nefndarinnar. Jafnframt samþykktir stjórn tillögu að fulltrúum í nefndina og felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við viðkomandi einstaklingar um setu í nefndinni.

12. 2210010SA - Tillaga að fulltrúum í kjaramálanefnd Sambandsins og erindisbréf

Lögð fram tillaga að fulltrúum í kjaramálanefnd Sambandsins 2025-2026, dags. 13. desember 2024, ásamt drögum að erindisbréfi nefndarinnar.

Stjórn samþykkir erindisbréf nefndarinnar. Jafnframt samþykktir stjórn tillögu að fulltrúum í nefndina og felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða við viðkomandi einstaklingar um setu í nefndinni.

13. 2009664SA - Tillaga að fulltrúum í stafrænt ráð sveitarfélaga og erindisbréf

Lögð fram tillaga að fulltrúum í stafrænt ráð sveitarfélaga 2025-2026, dags. 13. desember 2024, ásamt drögum að erindisbréfi ráðsins.

Stjórn samþykkir erindisbréf ráðsins og að tilnefna Frey Antonsson í ráðið. Aðrir fulltrúar í ráðinu eru tilnefndir af landshlutasamtökum sveitarfélaga og haldast óbreyttir.

14. 2408012SA - Breyting á fjármálareglum sveitarfélaga

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra þróunarsviðs Sambandsins, dags. 9. desember 2024, vegna umsagnar um breytingu á reglugerð nr. 502/2012 er varðar fjármálareglur sveitarfélaga.

15. 2410022SA - Tilnefning í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks

Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 14. nóvember 2024, þar sem Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri á fjölskyldusviði Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Valgerður Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, eru tilnefndar í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks 2024-2028.

16. 2411004SA - Tilnefning í starfshóp um sviðsmyndagreiningar um íbúðaþörf

Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til innviðaráðuneytisins, dags. 14. nóvember 2024, þar sem Saga Guðmundsdóttir, aðalhagfræðingur Sambandsins, er tilnefnd í starfshóp um sviðsmyndagreiningar um íbúaþörf.

17. 2410013SA - Tilnefning í fagráð siglingamála

Lagt fram til kynningar bréf Sambandsins til innviðaráðuneytisins, dags. 15. nóvember 2024, þar sem Gísli Jóhann Halldórsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum, er tilnefndur sem aðalmaður í fagráð siglingamála og Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, til vara.

18. 2410022SA - Tilnefning varamanns í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks

Lagt fram til kynningar bréf Sambandsins til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, dags. 25. nóvember 2024, þar sem María Ingibjörg Kristjánsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslusviði Sambandsins, er tilnefnd sem varamaður í samráðsnefnd um málefni fatlaðs fólks.

19. 2410011SA - Umsögn um frumvarp til sóttvarnalaga

Lögð fram til kynningar umsögn Sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 9. október 2024, um frumvarp til sóttvarnalaga, 231. mál.

20. 2411017SA - Umsögn um aðgerðaáætlun um gervigreind

Lögð fram til kynningar umsögn Sambandsins til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 21. nóvember 2024, um aðgerðaráætlun um gervigreind 2024-2026, mál nr. S-223/2024.

21. 2412004SA - Umsögn um skýrslu um Kolefnismarkaði - Áskoranir og tækifæri í íslenski samhengi

Lögð fram til kynningar umsögn Sambandsins til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 4. desember 2024, um skýrslu um Kolefnismarkaði - Áskoranir og tækifæri í íslensku samhengi, mál nr. S-231/2024.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50