stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 962
22.01.2025
og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað
Hófst kl. 08:00
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri þjónustusviðs
Nanný Arna Guðmundsdóttir boðaði forföll en ekki náðist að boða varafulltrúa í hennar stað.
Dagskrá
1. 2406015SA - Staða kjaramála
Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari kom inn á fundinn undir þessum lið. Formaður samninganefndar sveitarfélaga gerði grein fyrir stöðu kjaraviðræðna. Ríkissáttasemjari fór jafnframt yfir stöðuna frá sjónarhorni sáttasemjara.
Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Einar Þorsteinsson og Margrét Sanders viku af fundi kl. 09:00. Jón Björn Hákonarson, varaformaður stjórnar, tók við stjórn fundarins í fjarveru formanns.
2. 2501024SA - Málshöfðun vegna frestun verkfalla
Lögð fram tillaga að bókun sem lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur til að lögð verði fram við fyrirtöku í héraðsdómsmáli nr. E-151/2025 þann 23. janúar nk.
Stjórn samþykktir tillöguna samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15