Fara í aðalefni

stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga - 961

17.01.2025

og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað

Hófst kl. 08:00

Fundinn sátu

Heiða Björg Hilmisdóttir formaður
Einar Brandsson aðalmaður
Einar Þorsteinsson aðalmaður
Freyr Antonsson aðalmaður
Hildur Björnsdóttir aðalmaður
Margrét Ólöf A. Sanders aðalmaður
Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
Walter Fannar Kristjánsson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Arnar Þór Sævarsson
Valgerður Rún Benediktsdóttir
Helga María Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Þórdís Sveinsdóttir
Valur Rafn Halldórsson
Bjarni Ómar Haraldsson
Saga Guðmundsdóttir

Fundargerð ritaði: Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri þjónustusviðs

Dagskrá

1. 2309033SA - Fundargerð 960. fundar

Lögð fram til kynningar fundargerð 960. fundar stjórnar Sambandsins frá 13. desember 2024.

2. 2210010SA - Kjaramálanefnd Sambandsins

Lögð fram sem trúnaðarskjal fundargerð 48. fundar kjaramálanefndar Sambandsins frá 16. janúar 2025.

3. 2406015SA - Staða kjaramála

Varaformaður samninganefndar sveitarfélaga og aðalhagfræðingur Sambandsins gerðu grein fyrir stöðu kjaramála í janúar 2025.

4. 2406015SA - Kjarasamningar

Lögð fram samkomulög milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélags lögfræðinga og Sameykis vegna Strætó bs., dags. 16. og 17. desember 2024, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfestir samhljóða fyrirliggjandi kjarasamninga við Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðing og Sameykis vegna Strætó bs.

Valur Rafn Halldórsson, Bjarni Ómar Haraldsson og Saga Guðmundsdóttir viku af fundi kl. 9:15.

5. 2501021SA - Tilnefning í siðanefnd Sambandsins

Lagt fram minnisblað yfirlögfræðings, dags. 16.janúar 2025, um skipun fulltrúa í siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Stjórn samþykkir að tilnefna Maríu Káradóttur í siðanefnd Sambandsins í staðin fyrir Önnu Guðrúnu Björnsdóttur sem hefur beðist lausnar

6. 2009664SA - Stafrænt ráð sveitarfélaga

Lögð fram fundargerðir 33. fundar stafræns ráðs sveitarfélaga frá 18. desember 2024.

7. 2411014SA - Veitur - sameiginleg þróun og rekstur

Lögð fram drög að samkomulagi Sambandsins og Reykjavíkurborgar um sameiginlega þróun, hýsingu og rekstur á Veitu.

Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að samkomulagi Sambandsins og Reykjavíkurborgar um sameiginlega þróun og rekstur Veitu og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samkomulaginu og skrifa undir fyrir hönd Sambandsins.

8. 2009566SA - Reglur um stuðning til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála á sviði vinnuréttar

Reglur Sambands íslenskra sveitarfélaga um stuðning við sveitarfélög til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála á sviði vinnuréttar.

Stjórn samþykkir uppfærðar reglur um stuðning við sveitarfélög til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála á sviði vinnuréttar.

9. 2501007SA - Tillögur að breytingum á lögum um rammaáætlun og skýrsla starfshóps

Lagt fram minnisblað yfirlögfræðings Sambandsins, dag. 9. janúar 2025, um tillögur að breytingu á lögum um rammaáætlun. Einnig lög fram skýrsla starfshóps um endurskoðun rammaáætlunar sem skipaður var af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í janúar 2024.

Yfirlögfræðingi falið að semja umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

10. 2404001SA - Umsögn um Saman gegn sóun - stöðumat og valkostir í úrgangsforvörnum

Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins, dags. 13. janúar 2025, um Saman gegn sóun - stöðumat og valkostir í úrgangsforvörnum, mál nr. S-241/2024.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00